150 fm einbýlishús ásamt 40fm bílskýli við Matthíasarhaga á Akureyri.
Húsin verða öll hin glæsilegustu með öllum helstu nútíma þægindum. Verönd til vesturs með góðum skjólveggjum og gert ráð fyrir heitum potti. Húsin skiptast i forstofu, 2 baðherbergi, þvottahús, 2 – 3 svefnherbergi, alrými þar sem er eldhús, stofa og sjónvarpshol. Geymsla innan íbúðar. Gott útsýni.
Húsin verða öll björt og rúmgóð. Vel skipulögð með sveigjanleika í huga.
Myndirnar eru allar leiðbeinandi, íbúðunum er skilað hvítmáluðum og með innréttingum eins og lýst er í skilalýsingu. Birt með fyrirvara um breytingar.
Vel skipulögð og falleg einbýlishús
Einbýlishús með 3 herbergjum auk stofu. Samliggjandi eldhús og stofa. Hentar mjög vel fólki sem er að minnka við sig úr stórum húsum.
Vandaður frágangur
Húsin skilast fullbúin að utan. Húsin verða klædd með lituðu áli og timbri, lóðrétt að mestu leyti. Sambland af timbri/gleri eða sambærilegum efnum eru í hliðum í bílskýli.
Þægindi yfir vetrartímann
Snjóbræðslukerfi er í allri gangstétt utandyra innan lóðar sem og sorpgerði. Hitakaplar eru í þakniðurföllum. Hiti í öllum gólfum auk handklæðaofns á baðherbergjum.
Lítil viðhaldsþörf
Íbúðirnar og húsin séu sem mest viðhaldsfrí. Að utan eru húsin klædd með lituðu áli, gluggar og útihurðir eru álklædd að utan og tré að innan.
Stórt bílskýli
Fyrir framan húsið er 40 m2 bílskýli þar sem hægt er að setja upp hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Bílskýlið verndar bílinn þinn fyrir ofankomu og bleytu en eyðir ekki dýrmætum fermetrum í skúr.
Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri.
Húsin verða klædd með lituðu áli og timbri, lóðrétt að mestu leyti. Sambland af timbri/gleri eða sambærilegum efnum eru í hliðum í bílskýli.
Lóð umhverfis hús er graslögð/perlumöl þar sem við á. Tvö steypt bílastæði fylgja húsinu. Gert er ráð fyrir að hægt verði að koma fyrir hleðslustöð fyrir rafbíla. Í bílskýli eru útiljós og rafmagnstengill.
Helluborðið í eyjunni er þannig að gufugleympirinn er innbyggður og sogast loftið niður. Það þarf því ekki að draga eitthvað upp úr helluborðinu og ekkert hangir yfir því heldur.
Gluggar og hurðir sem endast
Ál/tré glugga-og hurðakerfið í húsinu er frá Velfac í Danmörku. Gluggar eru hefðbundnir ál/trégluggar með tvöföldu einangrunargleri. Gluggar eru settir í eftirá. Gluggar og útihurðir eru álklæddir að utan í dökkum lit og hvítir að innan.
Hurðarhúnar frá ítalska framleiðandanum Reguitti og innihurðir frá Herholz í Þýskalandi.
White Storm borðplata frá Quartz úr Granít Steinum.
TDS Neutral Longplank
Líflegt og fallegt efni frá Balterio, sérframleitt fyrir Egill Árnasoon ehf. Framleitt í Belgíu.
Breiðir og langir plankar.
950 kg/m2 (því meiri pressun í kjarna því meira höggþol í parketinu).
FitXpress læsingar í endum (plastfjöður). Stórar læsingar á langhliðum.
Læsingarnar eru vaxbornar sem auðvelda samsetningu og minnka líkur á braki.
Hönnunarstjóri: Ingólfur Guðmundsson (Kollgáta ehf)
Verkfræðihönnun: Svavar M Sigurjónsson (Verkhof ehf).
Raflagnahönnun: Finnur Víkingsson, Raftákn ehf.
Innanhússráðgjöf: Berglind Berndsen
Raflagnir: Steingrímur Ólafsson, Eltech ehf.
Lagnir: Tómas Ingi Helgason, Norðurlagnir ehf.
Uppsteypa og utanhúsfrágangur: Jón Örvar Eiríksson , Böggur ehf.
Múrverk: Valdimar Þórhallsson, Múriðn ehf.
Frágangur innanhúss: Jón Örvar Eiríksson , Böggur ehf.
Byggingarstjóri: Böðvar Kristjánsson
Byggingaraðili / Seljandi: Kista byggingarfélag ehf.
Staðsetning í Hagahverfi
Um Bergfestu byggingarfélag
Við byggjum af metnaði, vandaðar byggingar með þarfir íbúa í huga hvort sem það eru einstaklingar eða stórar fjölskyldur.
Íbúðirnar okkar eru hannaðar hagkvæmar í stærðum, nútímalegar og við vöndum valið á innréttingum og veljum gæða heimilistæki.