Baldursnes

Um einstakt hús er að ræða en ekki bara hefðbundið verslunar og þjónustuhús.  Þessi bygging er fyrsta byggingin á landsbyggðinni sem er sérhönnuð til sölu/þjónustu og viðgerðir á rafbílum.  Miklar kröfur leigutaka til húsnæðisins hafa skapað húsinu mikla sérstöðu. 

Staðsetning lóðarinnar er afar góð.  Húsið blasir við þjóðvegi 1 og þar er samfelld umferð megnið af deginum.  Við hliðina á lóðinni er m.a BYKO og er lóðin staðsett í verslun/þjónustu/iðnaðarhverfi með mikla bílaumferð.  Beint á móti er hin nýja verslunarmiðstöð Norðurtorg.  Þar er leigutaki Tesla á Íslandi með “super charger” rafhleðslustöðvar sínar.

Aðgengi að lóðinni er mjög gott og m.a er hægt að keyra að henni beint af þjóðvegi 1 sé keyrt frá suðri til norðurs.  Einnig eru nokkrar leiðir að lóðinni innan hverfis.

Lóðin er 4.408 m2 að stærð og fjöldi bílastæða nálægt 50 ,af þessum 50 stæðum munu a.m.k 11 stæði vera með rafhleðslustöð.  Auka lagnaleiðir eru lagðar komi til þess að fleiri stöðvar verði settar upp í framtíðinni. 

Lóðin er malbikuð með extra burðarþoli þannig að hún þoli þungaumferð.  Þar er staðsett olíuskilja.  Bakhlið hússins er að megninu til steinsteyptur veggur rúmlega 5 m hár að utanverðu er hann tjargaður og með tjörupappa auk einangrunar og takkadúks.  Þar er tvöfalt drenkerfi.

Byggingin sjálf er límtréshús og utanhúsklæðningin er samlokueiningar.  Á þaki eru steinullareiningar sem valdar voru m.t.t brunavarna og hljóðvistar.  Ál/ál gluggakerfi er í húsinu m.a á skrifstofusvæði á jarðhæð.  Í skrifstofuálmu er 1.000 kg lyfta.  Frábært útsýni er á efri hæð.

Á jarðhæð er sýningarsalur fyrir rafmagnsbíla, skrifstofur, salerni, kaffiaðstaða, ræstikompa.  Á efri hæð er matsalur, búningsklefar, skrifstofur, fundarherbergi, ræstikompa auk stórra tæknirýma.  Tvö loftræstikerfi eru í húsnæðinu. Sér loftræstikerfi fyrir skrifstofuálmu og sér loftræsikerfi í verkstæðishluta. Bæði kerfin blása inn upphitaðu fersku lofti og gömlu út.  Gólhiti er á allri jarðhæð og á efri hæð í skrifstofuálmu er ofnakerfi.  Húsnæðinu er skipt upp í nokkur sér brunahólf.

Á skrifstofurýmum eru hefðbundin gólfefni og á sýningarsal er “heavy duty” flot með slitsterku yfirborðsefni. 

Í verkstæðissal verða m.a bílalyftur, þvottaaðastaða, tengirými, skrifstofa, tæknirými osfrv.  Gólf í verkstæðissal verður vélslípað.  Grundvallarkrafa leigutaka var að gólfið yrði að þola að lágmarki 1.000 kg/m2 og var gólfið hannað þannig m.a með tvöfaldri járnamottu.  Þar sem bílalyftur verða er platan 26 cm þykk.  Salurinn er sérstakt brunasvæði.

Brunavarnakerfi í húsinu og m.a sjálfvirkt reyklosunarkerfi í gegnum glugga.

1.000 A rafmagnstengingu er inn í húsið.  Til að það gæti orðið að veruleika þurfti Norðurorka að stækkaði spennstöð sem er staðsett í næsta nágrenni. Aðaltaflan er hönnuð þannig að um þrjá rofa verður að ræða og miðar hönnun aðaltöflu við að 1.250 A geti verið tekin inn án þess að þurfi að kaupa aukabúnað.  Þannig er hægt að aukið aflið um 25% án þess að breyta rafbúnaði. Sér rafmagnstafla er fyrir hleðslustöðvar.

Húsið er sérhannað fyrir rafbílasölu og eru m.a brunnar á lóð og lagnaleiðir fyrir raflagnir komi til þess að breyta þurfi eða fjölga t.d rafhleðslustöðvum. 

Húsnæðið með með lyklalaust aðgengi, öryggiskerfi, myndavélakerfi.

Á samþykktum teikningum er gert ráð fyrir 5 bíla bílskýli.

Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu húsnæðis og mannvirkjastofnunar er landeignanúmer lóðarinnar L230831og F2511686 og er hún skilgreind sem iðnaðar og athafnalóð og er hún 4.408 m2.Byggingin er 1.743,1 m2.