Um okkur

Bergfesta byggingarfélag var stofnað árið 2014 með það að markmiði að byggja vandaðar og nútímalega hannaðar íbúðir á hagkvæman hátt þannig að fermetrarnir nýtist sem allra best.

Bergfesta byggingarfélag leggur áherslu á að húsin séu sem mest viðhaldsfrí en jafnframt að húsin séu hlýleg og hugsað sé fyrir öllum smáatriðum varðandi útfærslur, frágang og að auðvelda daglega umgengni. Sem dæmi má nefna er áhersla á góða hljóðeinangrun milli hæða, svalir útfærðar þannig að það sé hægt að koma svalalokunarkerfi upp með litlum tilkostnaði, íbúðir, sameign, stigahús og geymslur upphitaðar með gólfhitakerfi og neysluvatnskerfið sé með millihitara og þannig sé kísli og öðrum steinefnum haldið í lágmarki í lögnunum.

Bergfesta hefur þegar byggt tugi íbúða í Nausta- og Hagahverfi sem hafa notið mikilla vinsælda og reynst vel.

Starfsmenn og eigendur

Ásgeir M Ásgeirsson
asgeir@bergfesta.is
Framkvæmdastjórn – fjármál og markaðsmál/verkefnastjóri                     

Þ. Hlynur Jónsson
hlynur@bergfesta.is
Framkvæmdastjórn – fjármálastjóri/verkefnastjóri

Páll S Jónsson
pall@bergfesta.is
Framkvæmdastjórn – verkefnastjórn-eftirlit/ innkaup

Sævar Helgason
sh@bergfesta.is
Framkvæmdastjórn – Verkefnastjórn-eftirlit/ innkaup

Við erum í Kaupvangsstræti 1 – 2. hæð, gengið inn að norðan eða sunnan.

Um Bergfestu byggingarfélag

 

Við byggjum af metnaði, vandaðar byggingar með þarfir íbúa í huga hvort sem það eru einstaklingar eða stórar fjölskyldur.

Íbúðirnar okkar eru hannaðar hagkvæmar í stærðum, nútímalegar og við vöndum valið á innréttingum og veljum gæða heimilistæki.